Næring skiptir máli

 

Fróðleikur frá Nutrolin® - Góð heilsa byrjar innan frá


Fræðsla um Nutrolin® og næringu
Hér finnur þú gagnlegar og vísindalegar upplýsingar um fitusýrur, næringu og hvernig Nutrolin® vörurnar styðja við heilsu hunda. Við leggjum áherslu á vísindalega nálgun og skýrar útskýringar, svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir um fæðubótarefni og næringu

Hver dropi skiptir máli.

 

Hvað er GLA ?

GLA stendur fyrir gamma-línólensýru (gamma-linolenic acid), sem er omega-6 fitusýra. GLA getur verið innihaldsefni í fæðubótarefnum sem stuðla að heilbrigði húðar, hormónajafnvægi eða ónæmiskerfis.

GLA hefur verið tengd við ýmis heilsufarsáhrif, þar á meðal:

  • Hjálpa við bólgur: GLA getur hjálpað við að minnka bólgur í líkamanum, sem getur haft jákvæð áhrif á sjúkdóma eins og liðbólgu.
  • Húðheilsu: Það hefur verið sýnt fram á að GLA getur hjálpað við að bæta húðheilsu, sérstaklega við ástandi eins og exemi og þurrk húðar.
  • Hormónaáhrif: GLA getur haft áhrif á hormónastarfsemi og verið gagnlegt við að jafna hormónastarfsemi.

 

 

Hvað er SDA ?

Þetta er omega-3 fitusýra ( Stearidonic acid). Finnst í plöntum eins og lófótuolíu (Echium plant) og hampolíu.

SDA er hluti af heildarorkunotkun líkamans sem  þarf til að stuðla að meltingu  og brjóta niður og nýta næringarefnin. Hjálpar til við þyngdarstjórnun.

 

 

Hvað er DHA ?

DHA stendur fyrir docosahexaensýru (docosahexaenoic acid) og er ein af mikilvægustu fitusýrunum og er okkur nauðsynleg, hún gegnir lykilhlutverki í líkamanum. 

Sérstaklega í:

  • Heilanum – DHA er ein helsta byggingarefnið í heila- og taugavef.
  • Augum – sérstaklega í sjónhimnu (retina).
  • Taugakerfinu – hjálpar til við eðlilega boðflutninga milli frumna.
  • Mikilvæg fyrir þroska fósturs og hvolpa/kettlinga, og einnig heilastarfsemi fullorðinna dýra.
  • Bætir minni og getur dregið úr hjartasjúkdómum.

DHA finnst í fiskolíu og þörugum. Þegar DHA er unnið úr þörungum þá hentar það eintaklega vel fyrir þá sem eru með fiskiofnæmi. Nutrolin Omega Sensitive hentar þá einstaklega fyrir hunda og ketti með fiskiofnæmi.

 

 

Hvað er EPA ?

EPA stendur fyrir eicosapentaensýru (eicosapentaenoic acid) og er ein af aðal omega-3 fitusýrunum, rétt eins og DHA.

EPA gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum, sérstaklega vegna bólgueyðandi eiginleika:

  • Hjálpar til við að draga úr bólgum í líkamanum
  • Dregur úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum
  • Getur haft jákvæð áhrif á andlega heilsu
  • Hefur einnig hlutverk í stjórnun blóðþrýstings og blóðflæðis

EPA finnst í feitum fiski og þörungum.

 

Hvað er FOSFÓKÓLÍN ?

Fosfókólín (Phosphocholine)  er efni sem er hluti af kólin-basi sem hjálpar líkamanum að byggja frumuhimnur og framleiða mikilvægt taugaboðefni. Það gegnir bæði byggingarlegu og efnaskiptalegu hlutverki í líkamanum. Fosfókólín er stundum notað sem viðbót í fæðubótarefnum, þar sem það er talið hafa jákvæð áhrif á heila og minnisgetu.

 

 

 

Nutrolin eru 100% náttúrulegar vörur, hvort sem þær eru matvæla- eða lyfjagæðavottuð. Verndaðar gegn oxun.

Nutrolin styður sjálfbærni við val á hráefnum og notar aðeins umhverfisvænar umbúðir sem hægt er að endurvinna.